Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Smith efstur í Marokkó
Jordan Smith.
Fimmtudagur 25. apríl 2019 kl. 20:00

Evrópumótaröð karla: Smith efstur í Marokkó

Það var Englendingurinn Jordan Smith sem lék best allra á fyrsta degi Trophee Hassan II mótsins sem hófst í dag á Evrópumótaröð karla. Smith er höggi á undan næstu mönnum.

Hringurinn einkenndist af miklum stöðugleika en Smith tapaði ekki höggi á hringnum. Hann fékk fjóra fugla á fyrri níu holunum og þrjá á þeim síðari og kom hann því í hús á 66 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Þeir Sean Crocker og Alejandro Canizares eru jafnir í öðru sæti. Þeir léku báðir á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640