Fréttir

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir á toppnum á nýju móti
Johannes Veerman.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 29. október 2020 kl. 18:05

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir á toppnum á nýju móti

Kylfingar á Evrópumótaröð karla hófu í dag leik á Aphrodite Hills Cyprus Open mótinu en þetta er í fyrsta skiptið sem leikið er á Kýpur á mótaröðinni. Það markar ákveðin tímamót því þetta er 50. landið sem mótaröðin leikur í. Það eru þeir Mitch Waite og Johannes Veerman sem deila efsta sætinu eftir fyrsta hring.

Waite og Veerman léku báðir á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari. Waite fékk sjö fugla á hringnum í dag, tvo skolla og svo nældi hann sér í einn örn. Á meðan fékk Veerman fimm fugla og einn örn á hringnum. Þeir eru höggi á undan næstu kylfingum.

Jafnir í þriðja sæti eru þeir Andy Sullivan, Sami Valimaki, David Drysdale, Joel Stalter og Jamie Donaldson. Þeir léku allir á 65 höggum í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.