Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir á toppnum í Malasíu
Nacho Elvira
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 11:25

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir á toppnum í Malasíu

Fyrsti hringur Maybank Championship mótsins var leikinn í dag á Evrópumótaröð karla. Það eru tveir kylfingar sem eru jafnir í efsta sætinu eftir daginn á samtals sjö höggum undir pari.

Kylfingarnir eru þeir Marcus Fraser og Nacho Elvira. Hringir þeirra voru ekki svo ólíkir en báðir fengu þeir átta fugla, einn skolla sem kom á 14. holunni og restina pör. Þeir komu því í hús á 65 höggum.

Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Belginn Thomas Pieters kemur svo næstur á fimm höggum undir pari.

Stöðuna í mótinu má sjá hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)