Fréttir

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir þegar leik var frestað
Jamie Donaldson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 30. október 2020 kl. 19:20

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir þegar leik var frestað

Annar dagur Aphrodite Hills Cyprus Open mótsins fór fram í dag. Ekki náði að ljúka leik og þarf því að ljúka við annan hringinn á morgun. Tveir kylfingar deila efstu sætinu þegar leik var frestað en þeir eiga báðir eftir að ljúka leik.

Þeir Jamie Donaldson og Marcus Armitage eru samtals á 11 höggum undir pari en þeir eru tveir af sex kylfingum sem ekki náðu að ljúka leik. Donaldson á aðeins eina holu eftir og er hann á fimm höggum undir pari á öðrum hringnum. Á meðan hefur Armitage lokið við 15 holur og er á sex höggum undir pari á hringnum.

Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á 10 höggum undir pari en þeir hafa allir lokið leik. Richard McEvoy lék á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari, líkt og í gær. Þeir Sami Valimaki og David Drysdale léku svo báðir á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.