Fréttir

Evrópumótaröð karla: Wallace á toppnum á Wentworth
Matt Wallace.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 20:53

Evrópumótaröð karla: Wallace á toppnum á Wentworth

Fyrsti hringur BMW PGA Championship mótsins á Evrópumótaröð karla fór af stað í dag. Mótið er eitt af stærstu mótum ársins á mótaröðinni og eru margir af bestu kylfingum heims mættir til leiks. Það er Matt Wallace sem er í efsta sætinu eftir fyrsta daginn en hann er höggi á undan næstu mönnum.

Wallace lék fyrsta hring mótsins á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hann gerði engin mistök á hringnum í dag heldur fékk hann fimm fugla, einn örn og restina pör.

Jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari eru þeir Jon Rahm og Henrik Stenson. Justin Rose er síðan einn í fjórða sætinu á fimm höggum undir pari en óvíst var hvort hann yrði með vegna meiðsla.

65 högg M Wallace (Eng) ,
66 högg J Rahm (Esp) , H Stenson (Swe) ,
67 högg J Rose (Eng) ,
68 högg C Bezuidenhout (RSA) , A Pavan (Ita) , P Casey (Eng) , J Luiten (Ned) , G Coetzee (RSA) , D Willett (Eng) , E Els (RSA) , S Soderberg (Swe) , S Jamieson (Sco) ,

Tengdar fréttir:

McIlroy meðal neðstu manna á Wentworth