Fréttir

Evrópumótaröð karla: Westwood kominn í efsta sæti stigalistans
Lee Westwood. Mynd: Getty Images.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 18:09

Evrópumótaröð karla: Westwood kominn í efsta sæti stigalistans

Eftir sigurinn um helgina á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu er Englendingurinn Lee Westwood kominn í efsta sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla.

Þrátt fyrir að Westwood hafi einungis spilað í þessu eina móti á tímabilinu er Westwood tæpum 600 stigum á undan næsta manni.

Ástæðan fyrir því er sú að Abu Dhabi mótið var hluti af Rolex mótaröðinni en þau mót gilda töluvert meira en almenn mót á Evrópumótaröðinni. Sem dæmi fékk Branden Grace 335 stig fyrir sigur sinn á SA Open í byrjun árs samanborið við stigin 1.165 sem Westwood fékk.

Næsta mót á Evrópumótaröðinni er Omega Dubai Desert Classic sem fer fram dagana 23.-26. janúar.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum á Evrópumótaröð karla. 

Staða efstu manna:

1. Lee Westwood, 1.165 stig
2. Branden Grace, 565,3 stig
3. Victor Perez, 522,6 stig
3. Tommy Fleetwood, 522,6 stig
3. Matt Fitzpatrick, 522,6 stig
6. Louis Oosthuizen, 519 stig
7. Pabl Larrazabal, 460 stig
8. Rasmus Hojgaard, 347,9 stig
9. Adam Scott, 335 stig
10. Joel Sjöholm, 323,6 stig