Fréttir

Evrópumótaröð karla: Wiesberger fagnaði sínum fimmta titli
Bernd Wiesberger.
Sunnudagur 26. maí 2019 kl. 16:30

Evrópumótaröð karla: Wiesberger fagnaði sínum fimmta titli

Lokadagur Made in Denmark mótsins sem er hluti af Evrópumótaröð karla var leikinn í dag og var það Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem fagnaði sigri.

Wiesberger var í forystu fyrir lokadaginn á samtals níu höggum undir pari, höggi á undan Robert MacIntyre. Þegar níu holur voru eftir var MacIntyre búinn að jafna við hann. Góðar síðari níu holur hjá Wiesberg tryggði honum aftur á móti eins höggs sigur.

Bæði Wiesberger og MacIntyre léku á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari, og enduðu þeir því mótið á 14 og 13 höggum undir pari.

Þetta var fimmti sigur Wiesberger á Evrópumótaröðinni en síðasta sigur kom fyrir rúmlega tveimur árum.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
[email protected]