Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Wu byrjaði best í Hollandi
Ashun Wu.
Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 17:26

Evrópumótaröð karla: Wu byrjaði best í Hollandi

Fyrsti hringur KLM Open mótsins fór fram í dag við fínar aðstæður í Hollandi. Nokkrir af bestu kylfingum Evrópumótaraðarinnar eru á meðal keppenda en nú styttist í lokamót tímabilsins.

Kínverjinn Ashun Wu byrjaði manna best í mótinu og er í forystu á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hring. Wu fékk 7 fugla á hring dagsins og tapaði ekki höggi. 

Englendingurinn Chris Wood er annar á 6 höggum undir pari. Líkt og Wu tapaði hann ekki höggi á hringnum.

Alls léku 13 kylfingar á 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum og því getur margt breyst á toppnum næstu daga. Meðal þeirra sem léku á 5 höggum undir pari eru þeir Andrea Pavan, Sören Kjeldsen og Eddie Pepperell.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is