Fréttir

Evrópumótaröð karla: Wu í forystu fyrir lokahringinn
Brandon Wu. Mynd: Getty Images.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 25. janúar 2020 kl. 14:56

Evrópumótaröð karla: Wu í forystu fyrir lokahringinn

Kínverjinn Brandon Wu er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Omega Dubai Desert Classic mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla.

Wu lék þriðja hring mótsins á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og er samtals á 11 höggum undir pari í mótinu. Fyrir lokahringinn er hann höggi á undan Frakkanum Victor Perez.

Hinn 34 ára gamli Wu var með fjögurra högga forystu eftir níu holur í dag en Perez lék seinni níu holurnar á 31 höggi og minnkaði þannig forystuna fyrir lokahringinn.

Sigurvegari síðasta árs, Bryson DeChambeau, er jafn Kurt Kitayama og Tom Lewis í þriðja sæti á 9 höggum undir pari.

-11 A Wu (Chn) 69 69 67,
-10 V Perez (Fra) 73 66 67,
-9 K Kitayama (USA) 69 70 68, T Lewis (Eng) 73 69 65, B Dechambeau (USA) 70 67 70,
-8 E Pepperell (Eng) 69 67 72,
-7 D Burmester (RSA) 69 68 72, N Elvira (Esp) 73 70 66, T Fleetwood (Eng) 75 65 69,

Lokahringur mótsins fer fram á sunnudaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.