Fréttir

Evrópumótaröð kvenna bætir við tveimur mótum í Sádi-Arabíu
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 28. september 2020 kl. 15:00

Evrópumótaröð kvenna bætir við tveimur mótum í Sádi-Arabíu

Það hafa aðeins verið leikin sjö móti það sem af er tímabili á Evrópumótaröð kvenna vegna kórónuveirufaraldursins. Tímabilið átti að verða eitt það stærsta í sögu mótaraðarinnar eftir að samstarf milli Evrópumótaraðar kvenna og LPGA mótaraðarinna var tilkynnt í lok síðasta árs.

Eitt af nýju mótunum fyrir tímabilið var átti að fara fram í Sádi-Arabíu og var verðlaunafé eitt það mesta í sögu mótaraðinnar. Vegna aðstæðna varð að aflýsa því móti.

Nú hefur Evrópumótaröðin aftur á móti kynnt tvö mót sem bætast við dagskránna síðar á þessu ári og munu þau bæði fara fram í Sádi-Arabíu. Þetta mót markar tímamót í sögu mótaraðarinnar og í Sádi-Arabíu þar sem að aldrei hefur mót á vegum mótaraðarinnar verið haldið þar í landi.

Annars vegar er það Aramco Saudi Ladies International mótið og mun það fara fram dagana 12.-15. nóvember og verður heildar verðlaunafé 1 milljón dollara. Hins vegar verður það Saudi Ladies Team International mótið og mun það fara fram dagana 17.19. nóvember og verður verðlaunaféð þá 500.000 dollarar. Bæði mótin munu verða leikin á Royal Greens golfvellinum sem er staðsettur við Rauðahafið rétt fyrir utan Jeddah. Fyrra mótið verður með hefðbundnu sniði en það síðara verður liðskeppni þar sem atvinnukylfingur leikur með áhugakylfingi.

Verðlaunaféið í fyrra mótinu verður það þriðja mesta á Evrópumótaröð kvenna í ár á eftir Opna skoska og Opna kvennameistaramótinu.

Tveir Íslendingar eru með þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna en það eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.