Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Engström í algjörum sérflokki í Kenýu
Julia Engström.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 7. desember 2019 kl. 16:59

Evrópumótaröð kvenna: Engström í algjörum sérflokki í Kenýu

Það er sænski kylfingurinn Julia Engström sem er í forystu eftir þrjá hringi á Magical Kenya Ladies Open mótinu. Engström er búin að vera í algjörum sérflokki allt mótið og er hún með sjö högga forystu fyrir lokadaginn.

Eftir hring upp á 70 högg í dag er Engström á samtals 13 höggum undir pari en fyrstu tvo hringina lék hún á 67 og 66 höggum.

Christine Wolf, Aditi Ashok, Astrid Vayson De Pradenne og Esther Henseleit eru jafnar í öðru sæti á sex höggum undir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir er á meðal keppenda. Hún lék flott golf í dag og kom í hús á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Eftir daginn er hún jöfn í 27. sæti en nánar má lesa um hringinn hennar hérna.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.