Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Guðrún og Valdís mæta til leiks á Spáni á morgun
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 12:00

Evrópumótaröð kvenna: Guðrún og Valdís mæta til leiks á Spáni á morgun

Evrópumótaröð kvenna fer af stað á morgun þegar La Reserva de Sotogrande Invitational mótið hefst. Tveir íslenskir kylfingar verða á meðal keppenda, þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Það er Valdís sem fer út fyrr af þeim tveimur en hún á út klukkan 9:10 að staðartíma, sem er 7:10 að íslenskum tíma og byrjar hún á fyrsta teig. Með henni í holli eru þær Lee-Ann Pace og Kum-Kang Park.

Guðrún byrjar eftir hádegi, nánar tiltekið klukkan 14:17 að staðartíma, sem er 12:17 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á 10. teig og með henni í holli eru þær Diana Luna og Anne-Lise Caudal.

Hérna verður hægt að fylgjast með gangi mála.


Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)