Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía á pari eftir fyrsta hringinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 16:33

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía á pari eftir fyrsta hringinn

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hófu í dag leik á Lacoste Open mótinu sem fer fram í Frakklandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Ólafía Þórunn byrjaði töluvert betur en hún lék fyrsta hringinn á parinu og er jöfn í 35. sæti þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á fyrsta degi.

Á hringnum fékk Ólafía alls tvo fugla og tvo skolla. Skorkortið hennar má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Ólafíu á fyrsta hringnum.

Valdís Þóra á einungis þrjár holur eftir á fyrsta hringnum þegar fréttin er skrifuð. Hún er á 6 höggum yfir pari eftir 15 holur í 104. sæti. 

Eftir tvo hringi verður skorið niður. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Julia Engstrom frá Svíþjóð fór best af stað í mótinu og er á 7 höggum undir pari. Engstrom fæddist árið 2001 og er því einungis 17 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar sigrað á LET Access mótaröðinni sem Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með þátttökurétt á.

Ísak Jasonarson
[email protected]