Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía endaði jöfn í 11. sæti í Frakklandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 14:42

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía endaði jöfn í 11. sæti í Frakklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, endaði jöfn í 11. sæti á Lacoste Open mótinu sem lauk nú í dag. Mótið, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna, fór fram í Frakklandi.

Lokahringinn lék Ólafía Þórunn á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Hún var um tíma komin þrjú högg undir par og þá í heildina níu högg undir par. Tveir skollar á 15 og 16 gerði vonir hennar um sigur að engu.

Mótið endaði Ólafía á sjö höggum undir pari og var hún jöfn í 11. sæti. Þetta er hennar besti árangur á Evrópumótaröð kvenna en fyrir hafði hún endaði í 13. sæti á Opna skoska mótinu í fyrra.

Það var hin sænska Caroline Hedwall sem fagnaði sigri eftir magnaðan lokahring. Hún lék lokahringinn á 62 höggum eða níu höggum undir pari og endaði mótið á 12 höggum undir pari, tveimur höggum á undan næstu konum.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)