Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Pedersen bar höfuð og herðar yfir aðra kylfinga á tímabilinu
Emily Kristine Pedersen.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 29. nóvember 2020 kl. 21:00

Evrópumótaröð kvenna: Pedersen bar höfuð og herðar yfir aðra kylfinga á tímabilinu

Eins og greint var frá fyrr í kvöld fagnaði Emily Kristine Pedersen sínum þriðja sigri á Evrópumótaröð kvenna á jafnmörgum vikum og er hún aðeins þriðja kylfingnum sem tekst að vinna þrjú mót í röð á mótaröðinni. Pedersen hefur þó ekki aðeins borið höfuð og herðar yfir aðra kylfinga mótaraðarinnar síðustu vikurnar heldur allt tímabilið.

Á árinu lék Pedersen í 12 mótum og endaði í þeim 10 sinnum á meðal 10 efstu. Þar af vann hún fjögur mót sem þýðir að hún vann þriðjung af þeim mótum sem hún lék hún. Lægst skor hjá henni á árinu voru 63 högg. Að lokum þá komst hún 12 sinnum í gegnum niðurskurðinn.

Þessi frammistaða gerði það að verkum að hún endaði með samtals 1.249,35 stig á Race To Costa Del Sol stigalistanum og var hún 833,65 stigum á undan næstu konu.

Hin sænska Julia Engstrom, sem meðal annars vann tvisvar sinnum á árinu, endaði í öðru sæti stigalistans með 415,70 stig.