Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Valdís byrjaði ekki vel í Abu Dhabi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Fimmtudagur 10. janúar 2019 kl. 15:05

Evrópumótaröð kvenna: Valdís byrjaði ekki vel í Abu Dhabi

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf leik í dag á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröð kvenna, Fatima Bint Mubarak Ladies Open.

Mótið fer fram í Abu Dhabi og eru margir af bestu kylfingum mótaraðarinnar meðal keppenda.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 6 höggum yfir pari eða 78 höggum og er jöfn í 45. sæti af 56 kylfingum. Á hringnum fékk Valdís tvo tvöfalda skolla, þrjá skolla og einn fugl.

Englendingurinn Charley Hull er efst að fyrsta hring loknum á 5 höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Aditi Ashok, er í 35. sæti á 4 höggum yfir pari.

Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu sem lýkur á sunnudaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
[email protected]