Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Valdís Þóra meðal neðstu keppenda
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Föstudagur 11. janúar 2019 kl. 16:57

Evrópumótaröð kvenna: Valdís Þóra meðal neðstu keppenda

Valdís Þóra Jónsdóttir er í 53. sæti að tveimur hringjum loknum á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröð kvenna, Fatima Bint Mubarak Ladies Open.

Valdís Þóra er samtals á 13 höggum yfir pari eftir tvo hringi en hún lék þann seinni á 7 höggum yfir pari. Alls eru 56 kylfingar meðal keppenda í mótinu sem fer fram í Abu Dhabi.

Englendingurinn Charley Hull er efst eftir tvo hringi á 5 höggum undir pari. Jodi Ewart Shadoff er önnur á 4 höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Aditi Ashok, er jöfn í 28. sæti á 4 höggum yfir pari.

Valdís fer af stað klukkan 9:59 að staðartíma á þriðja og síðasta hring mótsins á morgun, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)