Fréttir

Evrópumótaröðin og Callaway í samstarf
Fimmtudagur 17. janúar 2019 kl. 08:12

Evrópumótaröðin og Callaway í samstarf

Nú í morgun kom tilkynning frá Evrópumótaröðinni um að samkomulag hefði náðst við kylfuframleiðandann Callaway um að verða formlegur styrktaraðili mótaraðarinnar næstu fimm árin.

Samningurinn nær yfir marga þætti en dræverar, golf boltar og pokar Evrópumótaraðarinnar verða af gerðinni Callaway. Odyssey og OGIO verða aðal pútter og ferðabúnaður mótaraðarinnar. Að lokum mun fatnaður frá Callaway og Travis Mathew vera notaður af öllum starfsmönnum mótaraðarinnar. 

Callaway mun einnig útvega Chrome Soft golfbolta sem verða notaðir á öllum æfingasvæðum í öllum mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar.

Fyrsta mótið sem samningurinn er í gildi hófst í gær þegar Abu Dhabi HSBC Championship mótið fór af stað. Eins og sést á skortöflu mótsins stendur Odyssey hjá þeim kylfingum sem notast við pútter frá þeim.