Fréttir

Eyþór Hrafnar og Andrea Ýr Akureyrarmeistarar 2022
Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Eyþór Hrafnar Ketilsson. Ljósmynd: GA
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 13. júlí 2022 kl. 14:27

Eyþór Hrafnar og Andrea Ýr Akureyrarmeistarar 2022

Eyþór Hrafnar Ketilsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir eru Akureyrarmeistarar 2022.

Eyþór Hrafnar lék hringina fjóra á 293 höggum (72-73-77-71) eða samtals á 9 höggum yfir pari Jaðarsvallar, tveimur höggum betur en Lárus Ingi Antonsson. Tumi Hrafn Kúld varð þriðji, tveimur höggum á eftir Lárusi Inga.

Andrea Ýr lék hringina fjóra á 306 höggum (73-81-77-75) eða samtals á 22 höggum yfir pari vallarins. Kara Líf Antonsdóttir hafnaði í öðru sæti og Kristín Lind Arnþórsdóttir í þriðja sæti.

Þetta er fyrsti Akureyrarmeistaratitill Eyþórs Hrafnars en Andrea Ýr varð með sigrinum Akureyrarmeistari í þriðja sinn.

Lokastaðan á mótinu