Fréttir

Fékk fjórfaldan skolla á fyrstu holu en sigraði á PGA móti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 9. ágúst 2022 kl. 10:03

Fékk fjórfaldan skolla á fyrstu holu en sigraði á PGA móti

Joohyung Kim frá Kóreu fékk fjórfaldan skolla á fyrstu holu á Wyndham mótinu á PGA mótaröðinni um síðustu helgi. Þrátt fyrir það sigraði hann á mótinu með fimm högga mun. Kim er næst yngsti kylfingurinn sem sigrar á PGA mótaröðinni, en hann var 20 ára og 1 mánaðar og 17 daga gamall þegar hann tryggði sér sigurinn.

Kim fékk tímabundinn þátttökurétt á PGA mótaröðina og þetta var hans fyrsta mót sem hann tekur þátt í. Hann þakkaði fyrir það með sigri og með honum öðlaðist hann fullan þátttökurétt út árið 2024. Hann er sá fyrsti í sögu PGA mótaraðarinnar sem fær fjórfaldan skolla á fyrstu holu í fyrsta hring og sigrar á PGA móti. Kim lék fyrri níu holurnar á lokahringnum á 27 höggum sem er lægsta skor í sögu mótaraðarinnar. Hann lauk lokahringnum á 9 höggum undir pari, 61 höggi.

Kim lék 72 holurnar á 260 höggum.

Joohyung Kim                          67-64-68-61—260 (-20)

Sungjae Im                               63-69-65-68—265 (-15)

John Huh                                 61-71-66-67—265 (-15)

Ben Griffin                               69-69-64-64—266 (-14)