Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fékk skilaboð frá Tiger kvöldið fyrir sigurinn
Rickie Fowler.
Þriðjudagur 5. febrúar 2019 kl. 18:34

Fékk skilaboð frá Tiger kvöldið fyrir sigurinn

Rickie Fowler sigraði á Waste Management Phoenix Open mótinu sem fór fram um síðustu helgi á PGA mótaröðinni eftir mikla dramatík á lokahringnum.

Áður en Fowler lék lokahringinn fékk hann skilaboð frá engum öðrum en Tiger Woods en þeir eru góðir félagar.

„Hann sendi mér skilaboð í gærkvöldi: Vel spilað og kláraðu dæmið,“ sagði Fowler. „Ég vildi að ég hefði spilað aðeins betur en ef ég tek út þessar tvær holur (11. og 5. holu) þá hefði þessi sigur litið öðruvísi út.“

„Ég er svo sannarlega stoltur af því hvernig við náðum að klára þetta.“

Þrátt fyrir að Woods hafi ekki gefið Fowler sérstök ráð hvernig hann ætti að fara inn í lokahringinn sagðist Fowler hafa lært mikið af því að umgangast Woods í gegnum tíðina.

„Ég held að það geri mann að betri kylfing að spila við vini sína. Þegar þú ert að spila við einn þann besta sem hefur spilað þennan leik og mögulega besta holukeppnisspilara frá upphafi ertu stöðugt að læra.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is