Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fimm íslenskir kylfingar skráðir í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina
Haraldur Franklín Magnús.
Mánudagur 17. september 2018 kl. 10:30

Fimm íslenskir kylfingar skráðir í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina

Alls eru þrjú stig í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröð karla þar sem á endanum 25 kylfingar öðlast þátttökurétt á þessari sterkustu mótaröð Evrópu.

Um 700 kylfingar hefja leik í ár í 1. stigs úrtökumótunum sem hófust 11. september og eru fram í október. Alls komast um 25% þeirra áfram á 2. stigið.

Alls taka fimm Íslendingar þátt í 1. stigs úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina þetta árið. Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson fara fyrstir af stað en þeir eru skráðir til leiks í mót sem fer fram dagana 18.-21. september í Ebreichsdorf í Austurríki.

Með Ólafi og Haraldi keppa 117 aðrir kylfingar og komast því á milli 20 og 30 efstu keppendurnir áfram þegar mótið klárast þann 21. september.

Hér fyrir neðan má sjá hvenær íslensku kylfingarnir keppa:

Haraldur Franklín Magnús, 18.-21. september.
Ólafur Björn Loftsson, 18.-21. september.
Andri Þór Björnsson, 25.-28. september.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 25.-28. september.
Axel Bóasson, 9.-12. október.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.


Ólafur Björn Loftsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)