Fréttir

Fimm lið jöfn fyrir lokadag QBA Shootout mótsins
Bubba Watson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 14. desember 2019 kl. 21:27

Fimm lið jöfn fyrir lokadag QBA Shootout mótsins

Þegar einum hring er ólokið QBA Shootout mótinu eru fimm lið jöfn á samtals 19 höggum undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun.

QBA Shootout mótið er leikið á hverju ári í desember og er liðamót sem er ekki eitt af formlegu mótunum á PGA mótaröðinni. Mótið er samt sem áður haldið af PGA mótaröðinni og eru því margir þekktir kylfingar á meðal keppenda.

Mótið er þrír hringir og leikið mismunandi fyrirkomulag á hverjum degi. Í gær var leikinn „scramble“ en þá völdu leikmenn alltaf betra höggið og léku tveimur boltum þaðan og völdu svo betra höggið þar til holan er búin. Í dag var svo leikinn „greensomes“ en þá leika báðir leikmenn bolta af teig, velja betra höggið og skiptast svo á að slá eftir það. Á morgun verður svo leikinn betri bolti en þá leika báðir leikmenn sínum bolta og betra skorið á hverri holu telur.

Eftir tvo hringir eru það þeir Brandon Todd og Billy Horschel, Bubba Watson og Charles Howell, Kevin Tway og Rory Sabbatini, Harold Varner III og Ryan Palmer og J.T. Poston og Jason Kokrak. Öll liðin eru á samtals 19 höggum undir pari einu höggi á undan þeim Ian Poulter og Graeme McDowell.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.