Fréttir

Fimm sem fóru holu í höggi á Buick LPGA Shanghai mótinu
Ariya Jutanugarn.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 21. október 2019 kl. 16:05

Fimm sem fóru holu í höggi á Buick LPGA Shanghai mótinu

Buick LPGA Shanghai mótið kláraðist í gær á LPGA mótaröðinni. Það var Danielle Kang sem fagnaði sigri og var þetta hennar þriðji sigur á mótaröðinni.

Það var nóg um fína drætti alla helgina og ekki aðeins hjá Kang, því fimm konur gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi. 

Það var Brittany Alotmare sem varð fyrst til að fara holu í höggi. Hún gerði það fyrsta daginn á 2. holunni.

Annan daginn fór Ariya Jutanugarn holu í höggi á 11. holunni og Brooke M. Hendersonholu fór holu í höggi á 2. holunni.

Þær Meghan Khang og Yunjie Zhang fór svo báðar holu í höggi á lokadegi mótsins. Khang fór holu í höggi á 11. holunni á meðan Zhang fór holu í höggi á 7. holunni. Meghan Khang, Aryia Jutanugarn, Brooke M. Henderson, Brittany Altomare og Yunjie Zhang

Ótrúlegt en satt þá var þetta ekki fyrsta mótið á tímabilinu þar sem fimm konur fóru holu í höggi á sama mótinu.

Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640
Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640