Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Finau og Thompson saman í liði á QBE Shootout
Lexi Thompson.
Miðvikudagur 5. desember 2018 kl. 23:27

Finau og Thompson saman í liði á QBE Shootout

Lokamót ársins á PGA mótaröðinni, QBE Shootout, hefst 7. desember í Flórída og stendur yfir alla helgina þar til úrslitin ráðast sunnudaginn 9. desember.

Keppt er í liðum í mótinu og hafa Bandaríkjamennirnir Sean O'Hair og Steve Stricker titil að verja. Líkt og í fyrra eru tólf lið skráð til leiks en leikfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta daginn verður spilaður hefðbundinn Texas Scramble, annan daginn Greensome og þann þriðja betri bolti.

Einn kvenkylfingur er meðal keppenda í mótinu að þessu sinni en það er hún Lexi Thompson. Hún leikur með samlanda sínum Tony Finau. Thompson hefur áður leikið í þessu móti en í fyrra var hún einnig með Finau. Þau enduðu í 4. sæti í mótinu þrátt fyrir að Thompson hafi leikið á öftustu teigunum með körlunum.

Liðin í QBE Shootout mótinu eru eftirfarandi:

Champ/Kisner
DeChambeau/Na
Donald/Landry
Finau/Thompson
Grillo/McDowell
Harman/Kizzire
Hoffman/Woodland
Horschel/Snedeker
Howell III/Luke List
O’Hair/Stricker
Perez/Stanley
Varner III/Watson

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)