Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fitzpatrick kominn upp í 13. sæti stigalistans
Matt Fitzpatrick.
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 22:15

Fitzpatrick kominn upp í 13. sæti stigalistans

Englendingurinn Matt Fitzpatrick er kominn upp í 13. sæti stigalistans á Evrópumótaröðinni eftir glæsilegan sigur á móti helgarinnar, Omega European Masters.

Fitzpatrick hafði betur gegn Dananum Lucas Bjerregaard í bráðabana um sigur í mótinu líkt og hann gerði í fyrra þegar hann hafði betur gegn Scott Hend í bráðabana.

Fitzpatrick hefur nú þénað um eina og hálfa milljón evra á tímabilinu en þessi 24 ára gamli kylfingur hefur sigrað á fimm mótum á mótaröð þeirra bestu í Evrópu á sínum stutta ferli. Þrátt fyrir það var hann ekki valinn í Ryder lið Evrópu sem keppir gegn liði Bandaríkjanna í París í haust.

Sigrar Fitzpatrick á Evrópumótaröð karla:

2015: British Masters
2016: Nordea Masters
2016: DP World Tour Championship
2017: Omega European Masters
2018: Omega European Masters (2)

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)