Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fjölmargir Íslendingar sóttu árlegt mót á Alicante
Sunnudagur 26. maí 2019 kl. 11:00

Fjölmargir Íslendingar sóttu árlegt mót á Alicante

Þúsundir íslenskra kylfinga fara utan á hverju ári til að iðka golfíþróttina. Hluti þeirra fer árlega á Costa Blanca Open mótið sem haldið var nýlega á þremur golfvellum á Alicante-svæðinu. 

Fyrir 11 árum fengu þeir félagar Bjarni Sigurðsson og Ívar Hauksson, sem þá störfuðu að ferðamálum og fasteignaviðskiptum á Spáni, hugmynd að efna til golfmóts á Costa Blanca, sem er á Alicante-svæðinu, sérstaklega ætlað Íslendingum. Þetta reyndist góð hugmynd og hefur mótið vaxið að umfangi og þátttakendafjölda ár frá ári. 

Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur þróast að teknu tilliti til óska þátttakenda undanfarinna ára með áherslu á golf við bestu aðstæður, keppni sem gefur golfinu aukið gildi, golfkennslu og golfskóla Birgis Leifs. Þá hefur Anna Björk Birkisdóttir, sérlegur skemmtanastjóri ferðarinnar, haldið utan um fyrirlestra og líflega kvölddagskrá. Mótið í ár var haldið 22. til 29. apríl en blaðamanni Kylfings bauðst að taka þátt í mótinu við mikla hrifningu.

Leikið var á Campoamor, Lo Romero og Las Ramblas golfvöllunum og var leikfyrirkomulagið Texas Scramble fyrsta daginn og næstu fjóra daga var keppt í Betri bolta þar sem samanlagt skor að teknu tilliti til forgjafar réði úrslitum. Mótsstjórinn Páll Erlingsson sá um að allt færi fram með réttum hætti og þá héldu þeir Jogvan Hansen, Vignir Snær Vigfússon, Hreimur Örn Heimisson og Laddi uppi stuðinu á kvöldin.

Myndir frá Costa Blanca Open 2019 má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)