Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fjórar jafnar á toppnum á Evian Championship mótinu
Mo Martin
Föstudagur 14. september 2018 kl. 20:51

Fjórar jafnar á toppnum á Evian Championship mótinu

Annar hringur fimmta og síðasta risamóts ársins, Evian Championship, var leikinn í dag. Í efsta sæti eru þær Amy Olsen, Mi Hyang Lee, Mo Martin og Maria Torres. 

Þær eru allar á átta höggum undir pari. Olsen lék best af þeim fjórum en hún kom í hús á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Lee og Martin léku á 66 höggum og Torres lék svo á 69 höggum.

Carlota Ciganda er ein í fimmta sæti á sjö höggum undir pari. Hún var efst eftir fyrsta hringinn á sex höggum undir pari en hún lék svo á 70 höggum í dag.

Efsta kona heimslistans, Sung Hyun Park, náði sér engan vegin á strik fyrstu tvo hringina. Hún lék þá á samtals sex höggum yfir pari og var þremur höggum frá því að komast gegnum niðurskurðinn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)