Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fjórða mót tímabilsins framundan hjá Ólafíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Þriðjudagur 23. apríl 2019 kl. 11:04

Fjórða mót tímabilsins framundan hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, heldur áfram á Symetra mótaröðinni á föstudaginn þegar fimmta mót ársins á mótaröðinni, Murphy USA El Dorado Shootout, fer fram.

Ólafía hefur nú þegar leikið á þremur mótum á mótaröðinni en ekki spilað nógu vel. Á fyrsta mótinu var Ólafía á þremur höggum yfir pari eftir tvo hringi og komst ekki áfram.

Á því næsta komst Ólafía hins vegar í gegnum niðurskurðinn en lék síðasta hringinn á 86 höggum. Í síðasta móti hennar, Windsor Golf Classic, lék hún svo á 7 höggum yfir pari og komst ekki i gegnum niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum.

Í móti vikunnar verða leiknir þrír hringir frá föstudegi til sunnudags. Hyemin Kim frá Suður-Kóreu fagnaði sigri í fyrra þegar hún lék hringina þrjá samtals á 5 höggum undir pari.

Þátttakendalista mótsins má sjá hér.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is