Fréttir

Fjórir íslenskir kylfingar með á unglingamóti í Portúgal
Daníel Ísak Steinarsson.
Sunnudagur 10. febrúar 2019 kl. 19:58

Fjórir íslenskir kylfingar með á unglingamóti í Portúgal

Daníel Ísak Steinarsson, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Pétur Sigurdór Pálsson og Aron Emil Gunnarsson hófu í dag leik á Portuguese Intercollegiate Open mótinu. Mótið er þriggja daga unglingamót, haldið á Penha Long golfsvæðinu.

Daníel Ísak lék best af íslenska hópnum á fyrsta hring og kom inn á 79 höggum. Hann er jafn í 21. sæti í strákaflokki.

Skor íslensku keppendanna var eftirfarandi:

21. sæti: Daníel Ísak Steinarsson, 79 högg (+7)
35. sæti: Pétur Sigurdór Pálsson, 82 högg (+10)
68. sæti: Aron Emil Gunnarsson, 91 högg (+19)
15. sæti: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, 89 högg (+17)

Annar keppnishringur mótsins fer fram á morgun, mánudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Aron Emil Gunnarsson, Pétur Sigurdór Pálsson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Mynd: Hlynur Geir Hjartarson.

Ísak Jasonarson
[email protected]