Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Flott byrjun hjá Guðrúnu Brá í Frakklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Miðvikudagur 15. ágúst 2018 kl. 12:00

Flott byrjun hjá Guðrúnu Brá í Frakklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel á fyrsta hring Bossey Ladies Championship mótinu sem hófst í dag á LET Access mótaröðinni. Hún lék hringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er jöfn í sjöunda sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik.

Hún hóf leik á 10. holu í dag og var á tveimur höggum yfir pari eftir níu holur. Síðari níu holurnar byrjaði Guðrún Brá á að fá fjóra fugla á fyrstu fimm holunum og var því komin tvö högg undir par. Hún tapaði höggi á sjöundu holunni og þar við sat og endaði hún því á einu höggi undir pari.

Berglind Björnsdóttir er einnig á meðal keppenda. Hún lék á 75 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari og er jöfn í 50. sæti. Staðan hjá þeim báðum á eflaust eftir að breytast eitthvað þegar líðar tekur á daginn og fleiri kylfingar ljúka leik.

Stöðuna í mótinu má nálgast hérna.