Fréttir

Forsetabikarinn: Fimm kylfingar enn ósigraðir
Tiger Woods. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 14. desember 2019 kl. 17:13

Forsetabikarinn: Fimm kylfingar enn ósigraðir

Lokaumferð Forsetabikarsins fer fram í nótt í Ástralíu. Fyrir lokaumferðina er Alþjóðaliðið í forystu, 8-10, og má búast við spennu allt til enda.

Fimm kylfingar eiga enn eftir að tapa leik í mótinu og vekur athygli að þrír þeirra koma úr liði Bandaríkjanna.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Justin Thomas, Rickie Fowler og Tiger Woods sem leika allir fyrir Bandaríkin ásamt þeim Abraham Ancer og C.T. Pan sem eru í Alþjóðaliðinu.

Thomas og Ancer hafa báðir fengið 3,5 stig af 4 mögulegum, Fowler hefur fengið 2 stig af 3 mögulegum og Woods og Pan hafa unnið báða leiki sína til þessa. Líklegt er að eitthvað verði undan að láta á morgun, til að mynda þegar þeir Ancer og Woods mætast.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


C.T. Pan - Tveir sigrar í tveimur leikjum.


Rickie Fowler - Tvö jafntefli og einn sigur í þremur leikjum.


Justin Thomas - Þrír sigrar og eitt jafntefli í fjórum leikjum.


Abraham Ancer - Þrír sigrar og eitt jafntefli í fjórum leikjum.