Fréttir

Forsetabikarinn: Uppstilling síðustu umferðarinnar
Adam Scott og Louis Oosthuizen
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 14. desember 2019 kl. 14:00

Forsetabikarinn: Uppstilling síðustu umferðarinnar

Lokaumferð Forsetabikarsins verður leikin í kvöld og hefur uppstilling leikjanna verið birt. Alþjóðaliðið er með tveggja stiga forskot og þarf bandaríska liðið því að fá 7 og hálfan vinning í lokaumferðinni til þess að vinna bikarinn. Í lokaumferðinni verða leiknir 12 tvímennings leikir.

Fyrsti leikurinn hefst ekki fyrr en klukkan 10:02 á áströlskum tíma eða klukkan 23:02 á íslenskum tíma. 

Uppstilling leikjanna er eftirfarandi (inni í sviganum er rástími að íslenskum tíma):

Leikur 1: Abraham Ancer á móti Tiger Woods - kl. 10:02 (23:02)
Leikur 2: Hideki Matsuyama á móti Tony Finau - kl. 10:13 (23:13)
Leikur 3: C.T. Pan á móti Patrick Reed - kl. 10:24 (23:24)
Leikur 4: Haotong Li á móti Dustin Johnson - kl. 10:35 (23:35)
Leikur 5: Adam Hadin á móti Bryson DeChambeau - kl. 10:46 (23:46)
Leikur 6: Sungjae Im á móti Gary Woodland - kl. 10:57 (23:57)
Leikur 7: Joaquin Niman á móti Patrick Cantlay - kl. 11:08 (00:08)
Leikur 8: Adam Scott á móti Xander Schauffele - kl. 11:19 (00:19)
Leikur 9: Byeong Hun An á móti Webb Simpson - kl. 11:30 (00:30)
Leikur 10: Cameron Smith á móti Justin Thomas - kl. 11:41 (00:41)
Leikur 11: Louis Ooshuizen á móti Matt Kuchar - kl. 11:52 (00:52)
Leikur 12: Marc Leishman á móti Rickie Fowler - kl. 12:03 (01:03)

Hér má fylgjast með gangi mála.