Fréttir

Frábær byrjun hjá Piltalandsliðinu í Ungverjalandi
Miðvikudagur 19. september 2018 kl. 19:55

Frábær byrjun hjá Piltalandsliðinu í Ungverjalandi

Íslenska piltalandsliðið, skipað kylfingum 18 ára og yngri, hóf í dag leik í 2. deild Evrópumóts landsliða. Mótið er haldið á Pannonia vellinum í Búdapest í Ungverjalandi.

Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og síðan tekur við holukeppni föstudag og laugardag. Alls eru þrjú sæti í boði í efstu deild EM á næsta ári. 

Íslenska liðið er í 2. sæti eftir fyrsta hringinn í höggleiknum á -13 samtals sem er frábært skor. Lið Noregs er í efsta sæti á 18 höggum undir pari en Portúgalar eru í þriðja sæti, 10 höggum á eftir íslenska liðinu.

Skor íslensku kylfinganna (Fimm bestu skorin telja):

4. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, 68 högg (-4)
4. sæti: Sverrir Haraldsson, 68 högg (-4)
9. sæti: Kristófer Karl Karlsson, 70 högg (-2)
9. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein 70 högg (-2)
14. sæti: Viktor Ingi Einarsson, 71 högg (-1)
39. sæti: Ingvar Andri Magnússon, 79 högg (+7)

Staðan í mótinu:

1. Noregur -18
2. Ísland -13
3. Portúgal -3
4. Slóvakía par
5. Ungverjaland +14
6. Slóvenía +14
7. Pólland +19
8. Tyrkland +39

Hér er hægt að sjá skor allra keppenda.

Ísak Jasonarson
[email protected]