Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Frábær helgi skilaði Na sigrinum
Kevin Na.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 18. janúar 2021 kl. 20:30

Frábær helgi skilaði Na sigrinum

Frábær spilamennska Kevin Na síðari tvö daga Sony Open mótsins á PGA mótaröðinni skilaði honum í gær eins höggs sigri. Hann fagnaði þar með sínum fimmta sigri á mótaröðinni.

Eftir fyrstu tvo hringina var Na á samtals 7 höggum undir pari og var hann þá fimm höggum á eftir efsta manni. Hann lék aftur á móti á 61 höggi á laugardaginn og kom sér þá á meðal efstu manna. Í gær fylgdi hann því svo eftir með lokahring upp á 65 högg, eða fimm höggum undir pari. Mótið endaði Na á 21 höggi undir pari.

Jafnir í öðru sæti á 20 höggum undir pari voru þeir Chris Kirk og Joaquin Niemann.

Brendan Steele var í forystu fyrir lokahringinn og líkt og í fyrra náði hann ekki að landa sigrinum. Hann endaði jafn í fjórða sæti á 19 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.