Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Frábærir vinningar í sameiginlegu móti GOS og GHG
4. brautin á Svarfhólsvelli.
Miðvikudagur 5. september 2018 kl. 19:01

Frábærir vinningar í sameiginlegu móti GOS og GHG

Um helgina fer fram ansi áhugavert mót hjá Golfklúbbum Selfoss og Hveragerðis sem ber heitið Opna Ferðamót GOS og GHG.

Leiknar eru 18 holur í mótinu en kylfingar byrja á að leika 9 holur á Svarfhólsvelli hjá GOS áður en þeir leika 9 holur á Gufudalsvelli í Hveragerði. Rástímar mótsins virka þá þannig að þremur tímum eftir að kylfingar hefja leik á Selfossi eiga þeir rástíma í Hveragerði.

Mótið er punktamót og er handreiknuð forgjöf á báða velli. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en hægt er að sjá þau hér fyrir neðan.

Punktakeppni:

1. Ferðavinningur að verðmæti 200 þús frá Heimsferðum
2. 50 þús inneign hjá Icelandair
3. Flug í borgarferð á vegum Heimsferða fyrir einn
4. Hótel Selfoss: Spa smellur. Innifalið er gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins, morgunverður af hlaðborði á Riverside Restaurant og aðgangur að heilsulind Riverside spa. Gjafabréfið gildir fyrir tvo.
5. Gjafabréf frá Hótel Frost og Funa. Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi ásamt 3gja rétta kvöldverði á veitingahúsinu Varmá.
6. Parka North Rock úlpa frá Álnavörubúðinni
7. Parka North Rock úlpa frá Álnavörubúðinni
8. Gjafabréf frá Skyrgerðinni 10.000.- krónur
9. Gjafabréf frá Skyrgerðinni 10.000.- krónur
10. Ostakarfa frá MS
11. Ostakarfa frá MS
12. Ostakarfa frá MS

Besta skor án forgjafar: 50 þús inneign hjá Icelandair

Nándarverðlaun á Selfossi:

3. hola FootJoy golfskór
4. hola Nautakjötkassi að verðmæti 30 þúsund frá Hlemmiskeið 2 beint frá býli
7. hola Hringur fyrir fjóra á golfvöllum Golfklúbbs Reykjavíkur og 500 bolta boltakort í Básum

Nándarverðlaun í Hveragerði:

7. hola Hótel Selfoss: Spa smellur. Innifalið er gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins, morgunverður af  hlaðborði á Riverside Restaurant og aðgangur að heilsulind Riverside spa. Gjafabréfið gildir fyrir tvo.
9. hola 50 þús inneign hjá Icelandair
4. hola næstu holu í tveimur á 4 holu. Keramic hnífaparasett frá KYOCERA verðmæti 25.000kr

Skráning í mótið fer fram hér. 


2. brautin á Gufudalsvelli.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is