Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fuglaveisla hjá Guðmundi á Gecko Tour
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 13:00

Fuglaveisla hjá Guðmundi á Gecko Tour

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lék í dag fyrsta hringinn á Westin La Quinta mótinu á 65 höggum eða 6 höggum undir pari. Mótið er hluti af Gecko mótaröðinni á Spáni.

Guðmundur var í miklu stuði á hringnum en hann fékk alls sjö fugla og einn örn á holunum 18. Eftir 9 holur var hann á 5 höggum undir pari og var einungis búinn að fá tvö pör. Á seinni níu bætti hann svo við sig einum fugli og einum erni ásamt tveimur skollum.

Nú þegar flestir kylfingar eru að minnsta kosti hálfnaðir með fyrsta hring mótsins er Guðmundur Ágúst í efsta sæti, þremur höggum á undan næsta kylfingi.


Skorkort Guðmundar.

Auk Guðmundar Ágústar er annar íslenskur kylfingur skráður til leiks en það er Þórir Björgvinsson sem er í Golfklúbbi Öndverðarness. Þórir er búinn með níu holur þegar fréttin er skrifuð og er jafn í 33. sæti á 5 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. Leiknir eru tveir hringir í mótinu sem lýkur á morgun, þriðjudag.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is