Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fujimoto efstur í Singapúr | Fitzpatrick skammt undan
Yoshinori Fujimoto
Laugardagur 19. janúar 2019 kl. 20:44

Fujimoto efstur í Singapúr | Fitzpatrick skammt undan

Þriðji hringur SMBC Singapore Open mótsins var leikinn í dag og er það Japaninn Yoshinori Fujimoto sem er í forystu eftir daginn. Skammt á eftir eru þeir Jazz Janewattananond og Matthew Fitzpatrick.

Vegna veðurs fyrsta daginn þurfti að ljúka við annan hring mótsins og þann þriðja í dag. Fujimoto var einn af þeim sem átti eftir að ljúka við annan hringinn og endaði hann þann hring á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann gerði svo enn betur á þeim þriðja og kom í hús á 66 höggum. Fyrir lokadaginn er Fujimoto á 13 höggum undir pari.

Einu höggi á eftir koma þeir Janewattananond og Fitzpatrick. Janewattananond lék á 65 höggum í dag á meðan Fitzpatrick lék á 66 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640