Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Fyrrum hafnaboltamaður setti heimsmet í að spila flestar holur á 24 klukkustundum
Eric Byrnes.
Þriðjudagur 23. apríl 2019 kl. 22:37

Fyrrum hafnaboltamaður setti heimsmet í að spila flestar holur á 24 klukkustundum

Eitt helsta vandamál golfíþróttarinnar nú til dags er leikhraði og eru margir kylfingar á stærstu mótaröðum heims farnir að kvarta yfir hægum leik. Það er aftur á móti ekki hægt að kvarta mikið yfir leikhraða fyrrum hafnaboltaleikmannsins, Eric Byrnes, þegar hann setti heimsmet á dögunum fyrir flestar spilaðar holur á 24 klukkustundum.

Byrnes hóf leik klukkan 7 um morgun á Ocean vellinum á Half Moon Bay svæðinu í Kaliforníu. Hann var búinn að bæta heimsmetið klukkan 5:31 daginn eftir en þá hafði hann leikið 402 holur. Á næstu 89 mínútum náði hann að klára 18 holur til viðbótar og lék því samtals 420 holur.

Til gamans má geta að J.B. Holmes tók 5 klukkustundir og 29 mínútur að leika lokahringinn á Genesis Open mótinu sem fór fram fyrr á þessu ári á PGA mótaröðinni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is