Fréttir

Garcia vill að stuttbuxur verði leyfðar
Sergio Garcia.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 07:25

Garcia vill að stuttbuxur verði leyfðar

Fyrrum Masters meistarinn Sergio Garcia vill að atvinnumönnum verði leyft að spila í stuttbuxum til að færa leikinn nær þeim milljónum manns sem leika golf sér til skemmtunar.

Yfir hundrað ára hefð var brotin um síðustu helgi á Alfred Dunhill meistaramótinu á Evrópumótaröð karla þegar mótshaldarar leyfðu kylfingum að leika í stuttbuxum vegna mikils hita í Suður-Afríku. Garcia verður á meðal keppenda á Australian Open sem hefst á morgun var í stuttbuxum á æfingasvæðinu á mánudaginn þegar dómari kom til hans til að minna á að hann þyrfti að vera í síðum buxum í Pro-Am mótinu og þegar mótið hefst á fimmtudag.

„Ég hef sagt það oft - Í lok dags, að hafa möguleikan á því að vera í stuttbuxum, mun aðeins færa okkur nær áhugamönnum.“

„Þegar þú ferð út á völl, nema á veturnar og þegar það er kalt, ef það er vor eða sumar og hitastigið er gott, þegar þú ferð á venjulegan völl 90 prósent af fólki er í stuttbuxum.“

„Þetta mun gerast en við vitum ekki alveg hvenær.“

Garcia, sem fagnar 20 ára atvinnumannaferli nú um helgina, mun leika á Australian Open mótinu í fyrsta skipti á sínum ferli og er hann spenntur að reyna að komast í hóp með Jack Nicklaus, Gary Player og Arnold Palmer sem allir hafa unnið Stonehave bikarinn [sigra Australian Open].

„Nöfnin er mjög tilkomumikil. Ég þekki flest nöfnin á bikarnum, það sýnir hversu sterkt þetta mót er.“