Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Garrigus í þriggja mánaða bann frá PGA mótaröðinni
Robert Garrigus.
Sunnudagur 24. mars 2019 kl. 15:30

Garrigus í þriggja mánaða bann frá PGA mótaröðinni

Robert Garrigus sem hefur leikið á PGA mótaröðinni var í vikunni settur í bann af PGA mótaröðinni fyrir að falla á lyfjaprófi.

Garrigus á að baki einn sigur á PGA mótaröðinni en hann kom árið 2010 þegar að hann fagnaði sigri á Children's Miracle Network Classic mótinu. Undanfarið hefur gengið hjá honum ekki verið upp á marga fiska en af þeim sjö mótum sem hann hefur leikið í á þessu tímabili hefur hann aðeins tvisvar komist í gegnum niðurskurðinn.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs var Garrigus fundinn sekur um að hafa notað lyf sem fellur undir flokkinn „lyf sem eru misnotuð“ (e. „drug of abuse“), fremur en að hafa notað lyf sem eiga að bæta árangur.

Refsingin sem Garrigus hlýtur er þriggja mánað bann á PGA mótaröðinni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)