Fréttir

Gísli fór holu í höggi á Hvaleyrarvelli
Gísli fagnar hér afrekinu. Mynd: Sævar Atli Veigsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. ágúst 2020 kl. 21:24

Gísli fór holu í höggi á Hvaleyrarvelli

Gísli Vagn Jónsson fór holu í höggi á 10. holu Hvaleyrarvallar í dag. Gísli notaði 6 járn í draumahöggið en holan spilaðist 142 metra löng í dag.

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis kemur fram að bolti Gísla hafi lent hægra megin við holuna, nánar tiltekið í svuntunni við flötina, og rúllaði þaðan rólega ofan í holu.

Sævar Atli Veigsson, meðsspilari Gísla, tók mynd af félaga sínum í myndinni sem fylgir fréttinni.


10. holan á Hvaleyrarvelli er krefjandi en falleg hola.