Fréttir

Gísli og Bjarki kepptu á Nicklaus Invitational á Muirfield vellinum
Gísli Sveinbergsson.
Miðvikudagur 10. október 2018 kl. 20:43

Gísli og Bjarki kepptu á Nicklaus Invitational á Muirfield vellinum

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson kepptu dagana 8.-9. október á Jack Nicklaus Invitational mótinu í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið var haldið á hinum sögufræga Muirfield golfvelli sem var einmitt hannaður af Jack Nicklaus. Memorial golfmótið á PGA mótaröðinni hefur farið fram á vellinum frá árinu 1976.

Leikfyrirkomulag mótsins var holukeppni og tapaði Kent State skólinn, skóli strákanna, báðum leikjum sínum.

Fyrst léku strákarnir gegn liði Georgia Tech og töpuðu naumlega, 3,5-2,5. Í seinni leiknum mættu þeir Stanford skólanum og töpuðu sannfærandi, 6-0. 

Að sögn strákanna var mótið frekar illa skipulagt sem gerði það að verkum að keppendur náðu ekki að klára leiki þriðju umferðar og því þurfti að fella niður þá umferð. Georgia Tech og Clemson skólarnir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja í mótinu.


Bjarki Pétursson.

Ísak Jasonarson
[email protected]