Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

GKG varði titilinn í karlaflokki | GR-konur með sinn 21. titil
Sigursveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 25. júlí 2020 kl. 15:18

GKG varði titilinn í karlaflokki | GR-konur með sinn 21. titil

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varði titil sinn í karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba sem lauk í dag. Á meðan unnu GR-konur sinn 21. titil er þær höfðu betur gegn sveit Golfklúbbsins Keilis. Keppt var á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi og Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í 1. deild kvenna. GR sigraði GK í úrslitaleiknum 4-1. GR hafði fagnað þessum titli undanfarin fjögur ár. Golfklúbbur Mosfellsbæjar endaði í þriðja sæti eftir 3-2 sigur gegn GKG.

Þetta er aðeins í 21. sinn sem GR er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna en þær hafa unnið átta af síðustu 11 keppnum

Heimakonur úr GO féll úr efstu deild kvenna og leika í 2. deild að ári.

Öll nánari úrslit úr efstu deild kvenna má nálgast hérna og hérna.


Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur.

GKG fagnaði sínum sjöunda titli í þessari keppni frá upphafi í karlaflokki eftir úrslitaleik gegn GK. Leikurinn fór þannig að GKG fékk 4 vinninga á meðan GK fékk 1 vinning. GKG hefur nú unnið þrjá titla á síðustu fjórum árum og eru titlarnir nú orðnir sjö talsins en fyrsti sigur klúbbsins kom árið 2004. GR hafði síðan betur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar í leiknum um þriðja sætið, 4-1. 

Það var sveit Golfklúbbsins Leynis sem féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári í karlaflokki.

Öll nánari úrslit úr efstu deild karla má nálgast hérna og hérna.

Lokastaðan í 1. deild karla: 
1. GKG
2. GK
3. GR
4. GM 
5. GA
6. GV
7. GS
8. GL

Lokastaðan í 1. deild kvenna:
1. GR
2. GK
3. GM
4. GKG
5. GS
6. GSS
7. GV
8. GO