Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Glæsilegt kvennamót í Leirunni
Laugardagur 23. maí 2020 kl. 11:31

Glæsilegt kvennamót í Leirunni

Laugardaginn 30. maí n.k. fer fram Opna BIOEFFECT kvennamótið á Hólmsvelli í Leiru.  Veitt verða verðlaun fyrir  sex efstu sætin í punktakeppni og efsta sætið í höggleik án forgjafar. Einnig verða veitt nándarverðlaun á tveimur par-3 brautum og fyrir lengsta drive.

Allir þátttakendur í mótinu fá teiggjöf frá BIOEFFECT.   

Ræst verður út af öllum teigum kl. 11:00 og er mæting eigi síðar en kl: 10:30.  Veitingar verða í boði eftir mót.   

Skráning í mótið fer fram á golf.is, mótsgjald er kr: 6.900.

Vinningarnir eru glæsilegir í boði BIOEFFECT.

1.sæti án forgjafar: BIOEFFECT  Lúxus gjafasett

1.sæti með forgjöf: BIOEFFECT Lúxus gjafasett

2.-6. sæti með forgjöf: BIOEFFECT gjafasett

Nándarverðlaun eru á tveimur par 3 brautunum vallarins.

8þ hola:  BIOEFFECT Húðvara
16. hola   BIOEFFECT Húðvara
Lengsta drive: BIOEFFECT Húðvara

Dregið verður úr skorkortum í lok mótsins.
Hámarksþátttaka er 92 konur.