Fréttir

Góð byrjun hjá Axel
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 19:33

Góð byrjun hjá Axel

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, hóf í dag leik á Made in Himmerland Qualifier mótinu sem er hluti af Nordic League mótaröðinni. Hann er á meðal efstu manna eftir hring upp á 72 högg.

Fyrri níu holurnar hjá Axel voru afar góðar þar sem að hann fékk þrjá fugla og restina pör. Á þeim síðari kom fjögurra holu kafli þar sem Axel fékk þrjá skolla og var því kominn aftur niður á parið. Þar við sat og kom hann í hús á pari vallar.

Þrátt fyrir að vera jafn í 14. sæti er Axel átta höggum á eftir efsta manni en efstu tveir kylfingarnir báru af í dag og léku á átta og sjö höggum undir pari. Þeir kylfingar sem eru á þremur höggum undir pari eru síðan jafnir í þriðja sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.