Fréttir

Góð byrjun hjá Koepka í Abú Dabí
Brooks Koepka. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 10:10

Góð byrjun hjá Koepka í Abú Dabí

Fyrsti keppnisdagur Abu Dhabi HSBC meistaramótsins er nú í gangi á Evrópumótaröð karla. Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda í mótinu og þeirra á meðal er sá allra besti, Brooks Koepka.

Koepka er jafn í öðru sæti nú þegar rúmlega helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi en hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari. 

Alls fékk Koepka sex fugla og 12 pör en hann tapaði ekki höggi á hringnum. Árangurinn er nokkuð tilkomumikill þar sem Koepka hefur ekki leikið keppnisgolf frá því í haust þegar hann meiddist í CJ Cup mótinu á PGA mótaröðinni.

Ítalinn Renato Paratore er efstur í mótinu á 8 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Koepka. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.