Fréttir

Góður fyrsti hringur hjá Woods
Tiger Woods.
Fimmtudagur 11. apríl 2019 kl. 20:40

Góður fyrsti hringur hjá Woods

Tiger Woods fór vel af stað á fyrsta degi Masters mótsins sem hófst í dag. Hann lék hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og er á meðal efstu manna.

Hringurinn var nokkuð stöðugur en hann fékk fjóra fugla, tvo skolla og restina pör. Fuglarnir komu á holum 2, 9, 13 og 14 en skollarnir komu á holum 5 og 17.

Þrátt fyrir að leika vel þá var Woods í töluverðum vandræðum með púttin. Hann missti ein þrjú pútt sem voru inn fyrir tvo metra. Woods virðist því í hörku formi og til alls líklegur um helgina, sérstaklega ef púttin ganga vel.

Stöðuna í mótinu má sjá hérna.

Rúnar Arnórsson
[email protected]