Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Golfkastið fer yfir allt það helsta á Masters mótinu
Tiger Woods.
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 09:02

Golfkastið fer yfir allt það helsta á Masters mótinu

Íslandsmeistararnir Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson halda úti eina hljóðvarpsþætti landsins sem fjallar um golf, Golfkastið.

Í fyrri þáttum hafa þeir meðal annars fengið atvinnukylfingana Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Axel Bóasson í viðtal ásamt þekktum kylfingum á borð við Örn Ævar Hjartarson, Keisarann í Hraunkoti og Úlfar Jónsson.

Í þætti dagsins ræddu þeir um fyrsta risamót ársins í karlagolfinu, Masters mótið, og fengu blaðamann Kylfings, Ísak Jasonarson, til að ræða um allt það helsta sem átti sér stað.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is