Fréttir

Golfklúbburinn Flúðir fagnaði sigri í 4. deild karla eftir sigur á annarri holu í bráðabana
Sigursveit GF.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 18. ágúst 2019 kl. 14:49

Golfklúbburinn Flúðir fagnaði sigri í 4. deild karla eftir sigur á annarri holu í bráðabana

Sveit Golfklúbbsins Flúða fagnaði sigri í 4. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba sem fór fram á Bárarvelli í Grundarfirði um helgina.

GF hafði betur gegn heimamönnum í GVG í úrslitaleiknum sem fór alla leið á 20. holu. Tómas Sigurðsson og Sindri Snær Alfreðsson unnu fjórmenningsleikinn fyrir GF á 16. holu áður en Sigurþór Jónsson jafnaði leikinn fyrir GVG þegar hann vann sinn leik einnig á 16. holu. 

Þriðji og síðasti leikurinn var hins vegar æsispennandi og réðst á annarri holu í bráðabana þar sem Bergur Dan Gunnarsson tryggði GF sigur og sæti í 3. deild að ári.


Úrslitaleikurinn.

Lokastaðan í 4. deild karla árið 2019:

1. Golfklúbburinn Flúðir
2. Golfklúbburinn Vestarr
3. Golfklúbburinn Mostri
4. Golfklúbbur Þorlákshafnar
5. Golfklúbbur Norðfjarðar


Úr úrslitaleik GF og GVG. Mynd: Twitter.